Hér fyrir neðan eru upplýsingar um gjaldskrá e-fasteigna. Fyrirspurnir má senda á e-fasteignir@e-fasteignir.is eða í gegnum fyrirspurnarvefform.
Reikningar eru sendir í heimabanka viðkomandi um 14 dögum eftir notkun. Sjá nánar í notendaskilmálum.
Tegund | Gjald | Útskýring |
---|---|---|
Skrá fasteign / Endurhlaða gögnum frá Þjóðskrá Íslands | 2.450 kr. | Þjóðskrá innheimtir gjöld þegar opinberar upplýsingar eru sóttar. e-fasteignir bjóða upp á hagkvæma þjónustu til að halda kostnaði í lágmarki. Við misnotkun áskilur e-fasteignir sér rétt til að innheimta viðbótargjald og loka aðgangi notanda. Rökstuðningur fylgir þá með reikningi. |
Rafrænar undirritanir og auðkenning | Frítt Óeðlilegur fjöldi fyrirspurna getur leitt til gjaldtöku skv. gjaldskrá Auðkennis ehf. | e-fasteignir bjóða upp á fríar rafrænar undirritanir innan eðlilegra marka. Skjölin eru send beint til Auðkennis ehf. án umsjónar þriðja aðila. Allar undirritanir innihalda löglega tímastimpla. |
Þinglýst skjöl |
| Sjá gjaldskrá Þjóðskrár Íslands Aðeins er greitt einu sinni fyrir sérhvert skjal. e-fasteignir áskilja sér rétt til að eyða skjölum þegar þau eru ekki lengur virk. |
Almenn umsýsla | Frítt | Umsýsla með sölu fasteigna og aðgangur fasteignasala að kerfi e-fasteigna er 100% frír. e-fasteignir er fyrsta fullbúna umsjónarkerfi fasteignaviðskipta á Íslandi án áskriftargjalds. |