E-FASTEIGNIR

Snjallari fasteignaviðskipti

Seljum sjálf

Með e-fasteignum selur þú þína fasteign sjálf(ur) og greiðir enga söluþóknun til fasteignasölu. Kerfið er með fullbúnar tengingar við helstu söluvefi, sbr. Mbl, Vísi og Fasteignaleitina. Þannig geta aðilar sent auglýsingar á þessi vefsvæði þegar þeir eru tilbúnir. Öll þinglýst skjöl liggja fyrir, s.s. lán, veðbandayfirlit, fyrri kaupsamningar, afsöl o.s.frv. Þú getur hlaðið inn þínum eigin myndum eða fengið fagljósmyndun frá samstarfsaðila e-fasteigna (360 Ljósmyndun), útfært söluyfirlit og átt í rafrænni tilboðsgerð.

e-fasteignir eru í samstarfi við PRIMA fasteignasölu varðandi skjalafrágang. Við getum því ávallt tengt þig við fasteignasala hjá PRIMA þegar þú hefur fundið kaupendur. Fasteignasalinn aðstoðar þig og kaupendur við tilboðsgerð, skjalafrágang og þinglýsingu eftir þörfum. Þetta getur hentað einkar vel fyrir aðila sem eru óvissir með skjalafráganginn og þinglýsingu, og gerir kleift að allir geti selt sjálfir. Á sama tíma kostar þessi þjónusta aðeins brot af hefðbundinni söluþóknun fasteignasala. Ef þú treystir þér hins vegar til að ljúka söluferlinu alfarið sjálf(ur), þá fylgir engin söluþóknun þjónustunni.

Skráðu þína fasteign - skuldbindingalaust

Seljum sjálf

Samstarfsaðilar


MBLVísirFasteignaleitinHMSÞjóðskráAuðkenni ehf.360 LjósmyndunFerliMS AzureSK Solutions

Kaupsagan – Hvað kostaði eignin?

Kaupsagan vaktar auglýsingavefsvæði og býður aðilum að bera auglýsingasögu fasteignar saman við þinglýsta kaupsamninga.

Auk þess veitir Kaupsagan aðgang að viðbótargögnum, svo sem þinglýstum lánum, leigusamningum og kaupsamningum. Öll opinber- og þinglýst gögn sem tengjast viðkomandi eign eru aðgengileg með beinum hætti.

Kaupsöguna má finna hér á vefsvæði e-fasteigna og eru upplýsingar uppfærðar daglega í samræmi við nýjustu skráningar hjá HMS.

mission

Rafrænt verðmat

Rafrænt verðmat e-fasteigna er einstaklega nákvæmt og aðgengilegt strax án nokkurs kostnaðar. Hugbúnaðarútreikningurinn byggir á traustum gögnum um nýleg fasteignaviðskipti í nágrenni við eignina, með greiningu á sambærilegum eignum og leiðréttingu fyrir markaðsþróun. Verðmatið veitir þannig marktæka nálgun á hugsanlegt markaðsverð fasteignar að teknu tilliti til stærðar, staðsetningar og annarra lykilþátta. Nánari upplýsingar má finna hér.

Verðmat tiltekinna fasteigna er hluti af Kaupsögunni sem er aðgengileg öllum á vefsvæði e-fasteigna.

mission

Aðgangur fyrir fasteignasölur

Fasteignasalar geta nýtt sér kerfi e-fasteigna án áskriftargjalds í sinni daglegu vinnu. Margar fasteignasölur velja að greiða fyrir slíkan aðgang fyrir sína starfsmenn, en nú er það ekki lengur nauðsynlegt. Kerfið er fullbúið sölu- og skjalakerfi fyrir fasteignasala, með öllum nauðsynlegum tengingum til að auglýsa eignir, sækja og útbúa nauðsynleg skjöl og sinna öðrum mikilvægum verkefnum. Sækja um aðgang – án skuldbindinga. Athugið: Ef þú ert sjálfstætt starfandi, skráðu þitt nafn og kennitölu sem umsækjanda.

Aðgangur fyrir fasteignafélög og fyrirtæki

Fyrirtæki og fasteignafélög sem eiga fasteignir og vilja selja þær sjálf geta nýtt sér kerfi e-fasteigna til að auglýsa eignir og útbúa nauðsynleg skjöl á einfaldan og skilvirkan hátt. Kerfið veitir fullkomið utanumhald og allar nauðsynlegar tengingar fyrir fasteignaviðskipti, án þess að krafist sé áskriftargjalds. Með því að sækja um aðgang geta fyrirtæki haft fulla stjórn á sölumeðferð eigna sinna, allt frá auglýsingu til samningsgerðar. Sækja um aðgang – án skuldbindinga.

mission

Rafræn og örugg tilboðsgerð

Markmið e-fasteigna hefur frá upphafi verið að tryggja gegnsæi og einfaldleika í fasteignaviðskiptum. Með okkar rafræna kauptilboðsferli geta kaupendur og seljendur tekið upplýstar ákvarðanir, með öllum nauðsynlegum skjölum aðgengilegum á einum stað. Aðilar setja fram greiðslutilhögun og í framhaldi er undirritað rafrænt, án kostnaðar, með fullkomnu gegnsæi og öryggi.

Með e-fasteignum færðu aðgang að rafrænu kauptilboðsferli þar sem tilboðsgjafar geta kynnt sér öll skjöl áður en þeir leggja fram kauptilboð. Öll samskipti og skjöl eru skjalfest á öruggan hátt, sem tryggir hraðari og skilvirkari viðskipti. Með öruggri rafrænni undirritun og einföldu umsýslukerfi er kauptilboðsferlið þægilegra en nokkru sinni fyrr.

Skoðaðu fasteignir til sölu þar sem hægt er að gera rafræn kauptilboð.

Skráðu þína fasteign til sölu og bjóddu aðilum að senda þér rafræn kauptilboð.

mission
operator

SELJUM SJÁLF

Skráðu fasteignina þína til sölu

e-fasteignir leggja áherslu á persónuvernd og öryggi notenda. Með því að vafra um á vefsvæði e-fasteigna samþykkir þú stefnu okkar um persónuvernd og að fylgja notendaskilmálum vefsvæðisins.

e-fasteignir logo - Snjallari fasteignaviðskipti