Verðskrá

vegna notkunar á vefsvæðinu

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um verðskrá e-fasteigna. Fyrirspurnir er hægt að senda á e-fasteignir@e-fasteignir.is eða í gegnum fyrirspurnarvefform.

Reikningar eru sendir í heimabanka viðkomandi um 14 dögum frá notkun. Sjá nánari upplýsingar í notendaskilmálum.

Verðskráin sýnir verð með virðisaukaskatti.

Grunnaðgerðir

Skrá fasteign

Frítt

Enginn kostnaður felst í því að skrá fasteign

Við misnotkun áskilur e-fasteignir sér rétt til að innheimta gjald sem nemur raun-kostnaðinum og loka aðgangi notanda. Rökstuðningur fylgir þá með reikningi.

Fasteignasala / Fyrirtæki

Frítt

Enginn kostnaður felst í því að fá aðgang að kerfinu

Umsýsla með sölu fasteigna og aðgangur fasteignasala að kerfi e-fasteigna er frír. e-fasteignir er fyrsta fullbúna umsjónarkerfi fasteignaviðskipta á Íslandi án áskriftargjalds.

Kauptilboðsgerð

Frítt

e-fasteignir býður upp á frítt, rafrænt kauptilboðsferli

Aðilar sjá sjálfir um gerð kaup- og gagntilboða. Ef óskað er eftir aðstoð fagaðila, er tekið gjald samkvæmt liðnum hér að neðan "Frágangur - Kauptilboð".

Rafrænar undirritanir

Frítt

e-fasteignir bjóða upp á fríar rafrænar undirritanir innan eðlilegra marka

Óeðlilegur fjöldi fyrirspurna getur leitt til gjaldtöku skv. verðskrá Auðkennis ehf.

Þinglýst skjöl og gagnastraumar

Þinglýstur skjalalisti

990 kr.

Listi yfir öll skjöl sem hafa verið þinglýst á eignina. Sérhvert þinglýst skjal er hægt að sækja og er greitt fyrir samkvæmt verðskrá.

Þinglýst grunngögn

990 kr.

Allar þinglýstar grunnupplýsingar, svo sem notkunareiningar, verðmöt o.fl., verða sóttar og gerðar aðgengilegar.

Þinglýstir eigendur

1.250 kr.

Upplýsingar um þinglýsta eigendur verða sóttar og gerðar aðgengilegar.

Þinglýst skjal

990 kr.

Aðeins er greitt einu sinni fyrir sérhvert skjal

Skjalið er aðgengilegt endurgjaldslaust eftir að það hefur verið sótt áður.

Þinglýst lán

990 kr.

Aðeins er greitt einu sinni fyrir sérhvert lán

Lánið er aðgengilegt endurgjaldslaust eftir að það hefur verið sótt áður.

Fasteignavottorð

1.990 kr.

Aðeins er greitt einu sinni fyrir sérhvert vottorð

Fasteignavottorðið er aðgengilegt endurgjaldslaust eftir að það hefur verið sótt áður.

Fasteignayfirlit

1.990 kr.

Aðeins er greitt einu sinni fyrir sérhvert yfirlit

Fasteignayfirlit er aðgengilegt endurgjaldslaust eftir að það hefur verið sótt áður.

Veðbandayfirlit

2.490 kr.

Aðeins er greitt einu sinni fyrir sérhvert yfirlit

Veðbandayfirlitið er aðgengilegt endurgjaldslaust eftir að það hefur verið sótt áður.

Kauptilboðsgerð, skjalafrágangur og þinglýsing

Full þjónusta

369.900 kr.

Aðstoð við tilboðsgerð, skjalafrágang og þinglýsingu

Skoða samning

e-fasteignir starfar með PRIMA fasteignasölu í skjalafrágangi. Við tengjum þig hér við fasteignasala hjá PRIMA sem veitir aðstoð við tilboðsgerð, skjalafrágang og þinglýsingu. Þessi þjónusta hentar þeim sem vilja auglýsa fasteignina sjálfir en þurfa aðstoð við tilboðsgerð og þinglýsingu.

Þjónustan er ávallt aðgengileg notendum við sjálfa kauptilboðsgerðina en einnig er hægt að senda okkur fyrirspurn ef þörf er á frekari upplýsingum.

Frágangur

189.900 kr.

Aðstoð við skjalafrágang og þinglýsingu

Skoða samning

e-fasteignir starfar með PRIMA fasteignasölu í skjalafrágangi. Við tengjum þig hér við fasteignasala hjá PRIMA sem veitir aðstoð við skjalafrágang og þinglýsingu. Þessi þjónusta hentar þeim sem hafa samþykkt kauptilboð en þurfa aðstoð við skjalafrágang og þinglýsingu.

Þjónustan er ávallt aðgengileg notendum við sjálfa kaupsamnings- og/eða afsalsgerðina en einnig er hægt að senda okkur fyrirspurn ef þörf er á frekari upplýsingum.

Myndir

Ljósmyndun - Íbúðir

21.750 kr.

Myndir (að lágmarki 18 stk.) eru teknar bæði að innan og utan. Myndirnar verða gerðar aðgengilegar undir skráningu fasteignar um leið og þær eru tilbúnar.

Ljósmyndun - Einbýlishús

24.000 kr.

Myndir (að lágmarki 28 stk.) eru teknar bæði að innan og utan. Myndirnar verða gerðar aðgengilegar undir skráningu fasteignar um leið og þær eru tilbúnar.

3D myndataka

29.750 kr.

Verð miðast við eignir upp að 200 m². Greitt er 4.550 kr./50 m² fyrir fermetra yfir 200 m².

Hlekkur með 3D myndatöku verður gerður aðgengilegur sem hægt er að deila t.d. inn af auglýsingu fasteignar.

Myndbandsupptaka innandyra

27.550 kr.

Hlekkur með myndbandsupptöku verður gerður aðgengilegur sem hægt er að deila t.d. inn af auglýsingu fasteignar.

Myndbandsupptaka utandyra

12.000 kr.

Hlekkur með myndbandsupptöku verður gerður aðgengilegur sem hægt er að deila t.d. inn af auglýsingu fasteignar.

Drónamyndir

10.050 kr.

Teknar eru myndir utandyra og af umhverfi. Myndirnar verða gerðar aðgengilegar undir skráningu fasteignar um leið og þær eru tilbúnar.

Pakkatilboð - Klassískur

47.500 kr.

Ljósmyndir, bæði inni og úti ásamt 3D myndatöku (eignir upp að 200 m²).

Pakkatilboð - Lúxus

62.000 kr.

Ljósmyndir, bæði inni og úti, 3D myndataka (eignir upp að 200 m²) ásamt drónamyndum af húsi og umhverfi.


Ljósmyndun utan höfuðborgarsvæðis

Fyrir Selfoss og Akranes er miðað við 75 kr./km ásamt 4.000 kr./klst. fyrir ferðatímann.

Önnur svæði

Hægt er að bregðast við ljósmyndun á öðrum svæðum og skoðast slík þjónusta skv. samkomulagi.

operator

SELJUM SJÁLF

Skráðu fasteignina þína til sölu

e-fasteignir leggja áherslu á persónuvernd og öryggi notenda. Með því að vafra um á vefsvæði e-fasteigna samþykkir þú stefnu okkar um persónuvernd og að fylgja notendaskilmálum vefsvæðisins.

e-fasteignir logo - Snjallari fasteignaviðskipti