Fyrirspurn eftirlitsnefndar fasteignasala

Yfirlit og ástæða birtingar

Eftirlitsnefnd fasteignasala sendi að eigin frumkvæði ítarlega fyrirspurn á Ómar Þór Ómarsson, stofnanda og stjórnarmann félagsins Blue E Solutions ehf. (eigandi e-fasteigna), þar sem óskað var eftir upplýsingum um starfsemi hugbúnaðarins e-fasteignir.

Fyrirspurn eftirlitsnefndarinnar og svar e-fasteigna við þeirri fyrirspurn er gert aðgengilegt á vefsvæði e-fasteigna með þeim tilgangi að fyrirbyggja allan misskilning um fyrirætlanir hugbúnaðarins og vinna gegn hugsanlegri markaðshindrun í garð hans.

Þótt vissulega sé sjálfsagt að bregðast við erindi eftirlitsnefndarinnar líkt og hér er gert þykir ástæða til að taka það skýrt fram, strax í upphafi, að félagið Blue E Solutions ehf. (hugbúnaðurinn e-fasteignir) hefur ekki með höndum þá starfsemi sem eftirlitsnefnd fasteignasala ber að hafa eftirlit með, með vísan til III. kafla laga nr. 70/2015 sem fjallar um eftirlit með störfum fasteignasala, þ.m.t. um hlutverk eftirlitsnefndar fasteignasala.

Eftirlitsnefnd fasteignasala sendi frá sér tilkynningu þann 16. febrúar 2021 þess efnis að málinu hafi verið lokað og að nefndin muni ekki aðhafast frekar í málinu.

Fyrirspurn eftirlitsnefndar
Hlaða niður fyrirspurn (.pdf)

Hér er hægt að skoða fyrirspurn eftirlitsnefndar fasteignasala til e-fasteigna í PDF formi.

Svar e-fasteigna
Hlaða niður svar (.pdf)

Hér er hægt að skoða svar e-fasteigna við fyrirspurn eftirlitsnefndar fasteignasala í PDF formi.

Lokun máls
Hlaða niður svar eftirlitsnefndar (.pdf)

Hér er hægt að skoða svar eftirlitsnefndar um lokun máls í PDF formi.

operator

VILTU SELJA ÞÍNA FASTEIGN?

Skráðu hana til sölu

e-fasteignir leggja áherslu á persónuvernd og hafa markað sér persónuverndarstefnu.
Þessi síða notast við vafrakökur (e. cookies) og með því að vafra á vefsvæði okkar samþykkir þú stefnu okkar um notkun þeirra.

e-fasteignir