Rafrænt verðmat fasteigna

Hvernig virkar verðmatið hjá e-fasteignum?

Rafrænt verðmat fasteigna hjá e-fasteignum er hugbúnaðarútreikningur sem byggir á traustum gögnum um nýleg fasteignaviðskipti í nágrenni við eignina, með greiningu á sambærilegum eignum og leiðréttingu fyrir markaðsþróun. Verðmatið veitir þannig marktæka nálgun á hugsanlegt markaðsverð fasteignar að teknu tilliti til stærðar, staðsetningar og annarra lykilþátta.

Hvernig virkar rafrænt verðmat?

  • Upplýsingasöfnun: Hugbúnaðurinn sækir grunnupplýsingar um fasteignina frá m.a. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Þjóðskrá Íslands. Gögn eru sótt svo sem landfræðileg staðsetning (hnit), flatarmál (einflm), tegund eignar og byggingarár.
  • Leit að sambærilegum eignum: Leitað er að fasteignum í næsta nágrenni sem falla innan skilgreinds radíuss og sölutíma (sl. 5 ár). Þessar eignir þurfa að vera með sambærilega tegund og byggingarár (±15 ár).
  • Aðlögun við markaðsaðstæður: Öll kaupverð eru leiðrétt með vísitölu fasteignaverðs (fasteignavísitala) þannig að þau endurspegli verðlag á matstíma. Með þessu næst samanburðarhæf verðþróun yfir tíma.
  • Sía á gögn með frávikum: Gögn úr nærliggjandi eignum sem liggja utan ±2 staðalfrávika frá meðaltali eru útilokuð úr mati. Þannig er tryggt að útlagar hafi ekki óeðlileg áhrif á útreikning.
  • Sala á umræddri fasteign: Ef eignin hefur verið seld áður, er reiknað meðalfermetraverð úr þeim sölum, að því gefnu að verðið falli innan ±1,33 staðalfráviks frá sambærilegum eignum í hverfinu. Ef það stenst þessi skilyrði telst eigin sala marktæk. Ef marktækar sölur á eigninni sjálfri finnast þá fá þessar sölur hærra vægi í verðmati gagnvart öðrum sölum í nágrenninu.
  • Nýleg sala: Ef sala hefur átt sér stað á eigninni innan síðustu 2 mánaða er hún notuð með hærra vægi á móti eldri eigin sölum.
  • Niðurstaða verðmats: Áætlað fermetraverð er margfaldað með flatarmáli eignarinnar til að fá heildarverðmat.

Mikilvægar upplýsingar

  • Rafrænt verðmat byggist á sögulegum gögnum og tölfræðilegri greiningu.
  • Þetta er viðmiðunarverðmat en ekki staðfest mat frá löggiltum fasteignasala.
  • Verðmatið tekur ekki mið af einstökum sérkennum eignarinnar, svo sem ástandi, útsýni eða innréttingum.

Fyrir nákvæmara verðmat er mælt með að leita til löggilts fasteignasala.

operator

SELJUM SJÁLF

Skráðu fasteignina þína til sölu

e-fasteignir logo - Snjallari fasteignaviðskipti